mánudagur, maí 15, 2006

video video.

Hérna er stutt myndband með hljóði sem vinkona Aude gerði um Herdísi. Mér finnst það vera í Amelie/Good bye Lenin anda. Afar sætt.

http://www.dailymotion.com/YasminaKLM/video/170544

föstudagur, maí 12, 2006

Hún líkist mér.
Herdís hefur fengið sömu beyglu á vinstra eyra og pabbinn...
Við erum búinn að skipta um yfir 30 bleyjur síðan hún fæddist á þriðjudaginn. Þvottavélin okkar er búinn að vera í gangi dag og nótt. Hörku vel frá þýska hergagnaframleiðandanum Simens, Siwamat plus 285. Örugglega eitthvað sterkt í henni. Læt fylgja mynd af henni seinna...
Á morgun kemur ljósmóðirin og kennir okkur að baða Herdísi litlu. Ég er mjög spenntur.
Jæja ég er farinn að skipta um bleyju þrjátíuogeitthvað....

fimmtudagur, maí 11, 2006

Sko þetta gat maður.Dóttir mín Herdís fæddist 9. maí kl kl1857.
Ég er geðveikt ánægður.

mánudagur, janúar 30, 2006

Hmmm.

Jæja. Núna fer bráðum eitthvað að gerast...

fimmtudagur, mars 03, 2005


Þegar ég var útí Þýskalandi fann ég þýska teiknimyndasögu sem ég man ekki hvað heitir og man ekki eftir hvern hún var. En hún fjallar um endurkomu Hitlers til nútímans. Hann hafði verið í felum neðanjarðar í öll þessi ár og vegna einhverjar kemískar mengunar í holræsunum ekki elst baun. Sama sagan var með Göring, sem hann hitti fyrir slysni í kaparett í Hamborg.

Gaman að sjá að ekki eru allir Þjóðverjar of eyðilagðir yfir þessum hluta af sögu sinni að þeir geta ekki gert grín af henni.

Sagan verður frekar súr þegar líður á. Hitler endar á fyllirí með Prince og Michael Jackson og lafði Díana kemur eitthvað við sögu....

Það er algjör tilviljun að minnst er á Hitler í tveim síðustu færslum mínum, ég er ekki að fá kauða á heilann eða neitt svoleiðis.
Posted by Hello

miðvikudagur, febrúar 23, 2005


Bismarck hress með bokkuna.

Nálægt miðbænum í Hamborg er stór stytta af Otto von Bismarck. Hann var fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands 1871-1886. Bismarck hafði gífurlega mikil áhrif á framtíð Evrópu og er talinn hafa verið einn voldugasti stjórnmálamaður Evrópu á 19. öldinni. Realpólitikus af bestu gerð.

Hann var líka fyllibytta. Fyrir hverja máltíð drakk hann heila kampavínsflösku, fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Eftir hverja máltíð drakk hann að minnstakosti 3 til 5 schnappsskot. Alltíallt 3 kampavínsflöskur á dag, og ca 1 flösku af einhverskonar schnappsi.

Winston Churchill er talinn hafa verið einn voldugasti stjórnmálamaður heimsins á 20. öldinni. Hann átti mikin þátt í því að móta Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.

Churchill var sömuleiðis fyllibytta og átti víst auðvelt með að klára tvær ginflöskur á venjulegum vinnudegi. Eflaust drakk hann meira um helgar.

Ég er ekki reyna að alhæfa að allir voldugustu stjónmálamenn sögunnar hafi verið fyllibyttur. Adolf Hitler, listaskóla"drop out," var nefnilega púrítani af verstu gerð. Hann snerti ekki brennivín og borðaði ekki kjöt. Ólíkt listaskólanemum og grænmetisætum í dag þá var hann rosalega ó-pc og klæddist stífum einkennisbúningum en ekki "second hand- look alike" fötum.

Það er helvíti margt í mörgu...
Posted by Hello

laugardagur, febrúar 19, 2005

Schwarzwaldklinik


Nú geta aðdáendur þýskra sápuópera tekið upp gleði sýna á ný. Það er byrjað að framleiða nýja þáttaröð af Sjúkrahúsinu í Svartaskógi, eða Die Schwarzwaldklinik, Die nächste generation. Það er örugglega bara tímaspursmál hvenær RUV kaupir eina þáttaröð, sem eru um 800 þættir, og leyfir okkur Íslendingum að njóta þýsks gæða efnis. Ef ekki þá byrja ég á undirskriftasöfnun til að þrýsta á þá.
Posted by Hello