sunnudagur, desember 19, 2004

Ó guð vors lands!


Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
:; Íslands þúsund ár, ;:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól. Posted by Hello

Hugvekja 2


Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín
ég leita þín Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig
Posted by Hello

mánudagur, desember 13, 2004

Hugvekja


STALÍNSBORG
Á hverjum morgni hlaupa börnin um,
undir fegurð himinsins,
undir útréttum armi þínum, félagi Stalín,
þar sem þú stendur á miðju torgi.
Á hverju kvöldi leika þau sér í skuggum trjánna...

Sumarlangan daginn réttir þú þeim hönd þína
í miðjum bænum, - og olíuborturnarnir
lýsast upp af hlátri barnanna.

R. Xhaxhiu.

Posted by Hello

fimmtudagur, desember 02, 2004

Sagnfræðingar án Landamæra.

Þegar ég verð búinn með B.A ritgerðina mína í sagnfræði, mun ég ganga til liðs við Sagnfræðingar án landamæra. Ég vill fara til landa sem eru á lágu menningarstigi, þar sem almúginn veður í villu og svima vegna lélegrar sögukennslu á barna- og menntaskóla árunum. Mér dettur helst í hug miðvesturríkin, Wyoming eða Colarado í þessu sambandi. Ég sé mig í anda leiðbeina fávísum lýð í gegnum mikilvæg ártöl og hugmyndastefnur, – lesa upp úr Heimsbyggðinni fyrir þá og sjá þakklætisvott í augum þeirra. Annars mun ég fara þangað þar sem höfuðstöðvarnar í Uppsölum senda mig.

Ég er nefninlega þannig gerður að ég verð að gefa, ekki bara þiggja endalaust. Það er alveg óþolandi fyrir samvisku mína að vita af fólki sem líður fyrir það að vita ekki hver Herodotus var, eða hvað annálahreyfingin í Frakklandi gengur út á. Ég, – sem kem frá svo menningarlegu auðugu landi þar sem sagnfræðikennsla er á gífurlega háu plani verð að gefa samtökunum Sagnfræðingar án landamæra vinnu mína í að berjast gegn fáfræði, rangri söguskoðun og hæpnar túlkanir á sagnfræðilegum atburðum.