miðvikudagur, febrúar 23, 2005


Bismarck hress með bokkuna.

Nálægt miðbænum í Hamborg er stór stytta af Otto von Bismarck. Hann var fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands 1871-1886. Bismarck hafði gífurlega mikil áhrif á framtíð Evrópu og er talinn hafa verið einn voldugasti stjórnmálamaður Evrópu á 19. öldinni. Realpólitikus af bestu gerð.

Hann var líka fyllibytta. Fyrir hverja máltíð drakk hann heila kampavínsflösku, fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Eftir hverja máltíð drakk hann að minnstakosti 3 til 5 schnappsskot. Alltíallt 3 kampavínsflöskur á dag, og ca 1 flösku af einhverskonar schnappsi.

Winston Churchill er talinn hafa verið einn voldugasti stjórnmálamaður heimsins á 20. öldinni. Hann átti mikin þátt í því að móta Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.

Churchill var sömuleiðis fyllibytta og átti víst auðvelt með að klára tvær ginflöskur á venjulegum vinnudegi. Eflaust drakk hann meira um helgar.

Ég er ekki reyna að alhæfa að allir voldugustu stjónmálamenn sögunnar hafi verið fyllibyttur. Adolf Hitler, listaskóla"drop out," var nefnilega púrítani af verstu gerð. Hann snerti ekki brennivín og borðaði ekki kjöt. Ólíkt listaskólanemum og grænmetisætum í dag þá var hann rosalega ó-pc og klæddist stífum einkennisbúningum en ekki "second hand- look alike" fötum.

Það er helvíti margt í mörgu...
Posted by Hello

laugardagur, febrúar 19, 2005

Schwarzwaldklinik


Nú geta aðdáendur þýskra sápuópera tekið upp gleði sýna á ný. Það er byrjað að framleiða nýja þáttaröð af Sjúkrahúsinu í Svartaskógi, eða Die Schwarzwaldklinik, Die nächste generation. Það er örugglega bara tímaspursmál hvenær RUV kaupir eina þáttaröð, sem eru um 800 þættir, og leyfir okkur Íslendingum að njóta þýsks gæða efnis. Ef ekki þá byrja ég á undirskriftasöfnun til að þrýsta á þá.
Posted by Hello

föstudagur, febrúar 18, 2005


Extacy + Viagra = Sextacy.

Þýska menningar og afþreyingar tímaritið Das Bild birti viðvörun um daginn um að nýtt eiturlyf herjaði á diskótekin í Þýskalandi. Það heitir Sextacy og er blanda af frygðarlyfinu Viagra og Extacy. Eiturlyfið, sem er tekið inn í töfluformi, á að hafa þau áhrif að maður dansar eins og vitleysingur(Extasí-ið) og maður verður alveg hjólgraður(Viagra).

Þetta eru nú ekki ósvipuð áhrif og eftir eina kippu af Miller Draft og pela af Kaptain Morgan. Eh! eiturlyf speiturlyf.
Posted by Hello

mánudagur, febrúar 14, 2005

Grannar


Nágrannarnir mínir á Valparaisosstraße 5 í Hamburg.

Þegar ég lít út um eldhúsgluggan blasir við mér byggingin sem sést á myndinni.

Á efstu hæðinni býr þjóðernisinni. Einn af fáum sem til eru í Hambúrg. Hann er með verönd upp á þaki hjá sér og á góðviðrisdögum flaggar hann þýska keisarafánanum(það er bannað að flagga hakakrossinum). Hann er hvítur með svartan kross, og efst í hægra horninu er minni kross "járnkrossin".

Á hæðinni fyrir neðan býr ungt par sem vinnur í tískuheiminum. Fatahönnuðir eða eitthvað svoleiðis. Í glugganum sjást gínur klæddar í nýjustu tísku. Um helgar halda þau geðveik "heiß" partí með framúrstefnulegri tónlist, strópljósum, og allir eru með grænt eða blátt bús í glösunum.

Á neðstu hæðinni er bílaverkstæði í eigu nokkura Júgóslava. Í portinu sem er á milli verkstæðisins og eldhúsgluggans leggja þeir bílunum sem þeir tíma ekki að henda og ætla að gera við seinna. Oft eru þetta skrítnir bílar sem maður sér ekki á hverjum degi á Autobahninum. Breskir, Pólskir eda Kínverskir. Stundum opna þeir allar hurðir á verkstæðinu, til ad lofta út eða eitthvað. Þá heyrir maður þá kallast á, á Júgóslavnesku.
Posted by Hello

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Düsseldorf 2


Þrátt fyrir tómann maga var ég ánægður með dvölina í Düsseldorf. Posted by Hello

Düsseldorf


Um daginn ákvað ég að heimsækja Stinna Hemm í Maastricht. Á leiðinni þangað stoppaði ég í einn dag í Düsseldorf. Þeir sem þekkja til raftónlistarinnar vita að hún er höfuðborg raftónlistarinnar í heiminum. Og þeir sem þekkja mig vita að ég er svolítið veikur fyrir Kraftwerk, sem koma einmitt frá Düsseldorf.

Dvölin í Düsseldorf var mjög skrítin. Þar er ekkert fólk að finna. Bara kaplar, og rústfríar súlur sem rísa langt upp í loftið. Kaplarnir tengjast þessum súlum og húsunum í kring. Myndin hérna fyrir ofan lýsir þessu nokkuð vel. Er maður gengur um borgina heyrast, óreglulega, mis löng bíb- hljóð og á sumum stöðum heyrir maður melódíur úr bestu lögum Kraftwerks, t.d Autobahn og Trans Europa Express.Vélarnar sem virtust stjórna borginni sýndu mér mikla gestrisni. Verst var að ekkert var til að borða í allri borginni þar sem matur er óþarfi fyrir vélarnar. Ég mun eflaust skoða þessa borg betur seinna, með nesti.
Posted by Hello