miðvikudagur, febrúar 23, 2005


Bismarck hress með bokkuna.

Nálægt miðbænum í Hamborg er stór stytta af Otto von Bismarck. Hann var fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands 1871-1886. Bismarck hafði gífurlega mikil áhrif á framtíð Evrópu og er talinn hafa verið einn voldugasti stjórnmálamaður Evrópu á 19. öldinni. Realpólitikus af bestu gerð.

Hann var líka fyllibytta. Fyrir hverja máltíð drakk hann heila kampavínsflösku, fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Eftir hverja máltíð drakk hann að minnstakosti 3 til 5 schnappsskot. Alltíallt 3 kampavínsflöskur á dag, og ca 1 flösku af einhverskonar schnappsi.

Winston Churchill er talinn hafa verið einn voldugasti stjórnmálamaður heimsins á 20. öldinni. Hann átti mikin þátt í því að móta Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.

Churchill var sömuleiðis fyllibytta og átti víst auðvelt með að klára tvær ginflöskur á venjulegum vinnudegi. Eflaust drakk hann meira um helgar.

Ég er ekki reyna að alhæfa að allir voldugustu stjónmálamenn sögunnar hafi verið fyllibyttur. Adolf Hitler, listaskóla"drop out," var nefnilega púrítani af verstu gerð. Hann snerti ekki brennivín og borðaði ekki kjöt. Ólíkt listaskólanemum og grænmetisætum í dag þá var hann rosalega ó-pc og klæddist stífum einkennisbúningum en ekki "second hand- look alike" fötum.

Það er helvíti margt í mörgu...
Posted by Hello

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mér hefur skilist að Hitler hafi einmitt droppað út úr listaskólanum af því hann var svo mikill púritani, alls ekki nógu "ferskur" eins og þeir segja í bransanum... þeir hefðu nú betur bara leyft honum að dúlla sér í einhverjum leiðinda landslagsmálverkum áfram...
Kiddý

12:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að svikja okkur Siggi???
Erða það sem þú ert að gera þarna úti?????

6:06 e.h.  
Blogger Sigurður. said...

Hárrétt. Ég er viss um að vera dissaður af Austurrísku lista- elítunni hafi verið erfitt fyrir Hitler og sú streita sem það olli hafi komið fram í komplexum hans nokkrum árum síðar.

11:36 f.h.  
Blogger Kristinn said...

"Helvíti margt í mörgu" hefur sjaldan átt jafn vel við! Einfach schön.

9:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home