föstudagur, febrúar 18, 2005


Extacy + Viagra = Sextacy.

Þýska menningar og afþreyingar tímaritið Das Bild birti viðvörun um daginn um að nýtt eiturlyf herjaði á diskótekin í Þýskalandi. Það heitir Sextacy og er blanda af frygðarlyfinu Viagra og Extacy. Eiturlyfið, sem er tekið inn í töfluformi, á að hafa þau áhrif að maður dansar eins og vitleysingur(Extasí-ið) og maður verður alveg hjólgraður(Viagra).

Þetta eru nú ekki ósvipuð áhrif og eftir eina kippu af Miller Draft og pela af Kaptain Morgan. Eh! eiturlyf speiturlyf.
Posted by Hello

2 Comments:

Blogger Kristinn said...

Ha ha ha, og að sjálfsögðu getum við treyst þýskum fjölmiðlum fyrir að gera stórkostlegt drama úr þessu. Þessu hefur væntanlega verið lýst sem yfirvofandi þjóðarvá.

9:14 f.h.  
Blogger Sigurður. said...

Greinin var mjög skrítin. Það var ekkert minnst á þær aukaverkanir sem extacy og viagra geta haft, heldur einungis að nú er meiri hætta en áður maður rekist á hjólgraða dansandi unglinga á diskótekum. Ég held að efni greinarinnar hafi snúist í höndunum hjá þeim og hún kom út sem góð auglýsing fyrir dópið.

2:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home