mánudagur, febrúar 14, 2005

Grannar


Nágrannarnir mínir á Valparaisosstraße 5 í Hamburg.

Þegar ég lít út um eldhúsgluggan blasir við mér byggingin sem sést á myndinni.

Á efstu hæðinni býr þjóðernisinni. Einn af fáum sem til eru í Hambúrg. Hann er með verönd upp á þaki hjá sér og á góðviðrisdögum flaggar hann þýska keisarafánanum(það er bannað að flagga hakakrossinum). Hann er hvítur með svartan kross, og efst í hægra horninu er minni kross "járnkrossin".

Á hæðinni fyrir neðan býr ungt par sem vinnur í tískuheiminum. Fatahönnuðir eða eitthvað svoleiðis. Í glugganum sjást gínur klæddar í nýjustu tísku. Um helgar halda þau geðveik "heiß" partí með framúrstefnulegri tónlist, strópljósum, og allir eru með grænt eða blátt bús í glösunum.

Á neðstu hæðinni er bílaverkstæði í eigu nokkura Júgóslava. Í portinu sem er á milli verkstæðisins og eldhúsgluggans leggja þeir bílunum sem þeir tíma ekki að henda og ætla að gera við seinna. Oft eru þetta skrítnir bílar sem maður sér ekki á hverjum degi á Autobahninum. Breskir, Pólskir eda Kínverskir. Stundum opna þeir allar hurðir á verkstæðinu, til ad lofta út eða eitthvað. Þá heyrir maður þá kallast á, á Júgóslavnesku.
Posted by Hello

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home