fimmtudagur, mars 03, 2005


Þegar ég var útí Þýskalandi fann ég þýska teiknimyndasögu sem ég man ekki hvað heitir og man ekki eftir hvern hún var. En hún fjallar um endurkomu Hitlers til nútímans. Hann hafði verið í felum neðanjarðar í öll þessi ár og vegna einhverjar kemískar mengunar í holræsunum ekki elst baun. Sama sagan var með Göring, sem hann hitti fyrir slysni í kaparett í Hamborg.

Gaman að sjá að ekki eru allir Þjóðverjar of eyðilagðir yfir þessum hluta af sögu sinni að þeir geta ekki gert grín af henni.

Sagan verður frekar súr þegar líður á. Hitler endar á fyllirí með Prince og Michael Jackson og lafði Díana kemur eitthvað við sögu....

Það er algjör tilviljun að minnst er á Hitler í tveim síðustu færslum mínum, ég er ekki að fá kauða á heilann eða neitt svoleiðis.
Posted by Hello